Skógur okkar allra
Eigendur Reykjavík Design vilja leggja sitt af mörkum í uppgræðslu landsins og baráttunni gegn loftslagsvánni og hófu síðastliðið sumar fyrsta áfanga umfangsmikillar skógræktar sem ráðgerð er á jörð þeirra í Steingrímsfirði á Ströndum. Rétt um 20.000 trjágræðlingum var plantað af fjölskyldunni og vinum þeirra. Á næstu árum og jafnvel áratugum verður skógræktinni haldið áfram af miklum krafti þar til 140 hektarar verða orðnir skógi vaxnir.
Þar að auki er í farvatninu samvinna við Landgræðsluna um umfangsmikla uppgræðslu hálendishluta jarðarinnar sem ráðgert er að hefjist næsta vor (2022).
Það er mikil tilhlökkun í stórfjölskyldu Reykjavík Design gagnvart verkefnum framtíðarinnar og heiður að fá að taka þátt í uppgræðslu Íslands sem og spennandi framtíðarverkefnum kolefnisjöfnunar.