Um Rivsalt

Rivsalt hönnunarlínan er sköpunarverk frumkvöðulsins og hönnuðarins Jens Sandringer. Jens varð fyrir innblæstri og fór af stað með þessa hugmynd sína eftir að hafa snætt á japönskum “teppanyaki” veitingastað í Peking, Kína. Eftir afkastamikla sex mánuði í barneignaleyfi var fyrsta varan frá Rivsalt kynnt fyrir neytendum í hönnunarvöru versluninni Designtorget í Svíþjóð, í janúar 2013.

 

Allt frá fyrstu skrefum Rivsalts inn í hönnunarheiminn hefur vörulína þeirra fengið að vaxa og dafna með hverju ári, og í dag geturðu fundið vörur þeirra í há-klassa hönnunarvöru verslunum á heimsvísu – MoMa Design Store í New York, Harvey Nichols and Harrods í London og NK í Stokkhólmi til að nefna fá dæmi. Samblanda framandi salta og fágaðrar hönnunar Rivsalts hefur slegið á hjartnæma strengi neytenda, sem sanna enn og aftur að það er fágun og notagildi sem við leitum helst eftir.