Reykjavík Design er lífsstíls- og hönnunarverslun sem selur fallegar vörur fyrir heimilið. Við bjóðum uppá íslenska sem erlenda hönnun, og margvíslegar gjafavörur.

Reykjavík Design
Sími : 7 900 600
Netfang: rvkdesign@rvkdesign.is
Síðumúli 21 (gengið inn frá Selmúla)
108 Reykjavík
Kt: 620317-1440
Vsk: 127751
Opnunartími
Alla virka daga: 12:00 til 18:00
Laugardaga: 12:00 til 16:00
Sunnudaga: Lokað
Skógur okkar allra
Eigendur Reykjavík Design vilja leggja sitt af mörkum í uppgræðslu landsins og baráttunni gegn loftslagsvánni og hófu síðastliðið sumar fyrsta áfanga umfangsmikillar skógræktar sem ráðgerð er á jörð þeirra í Steingrímsfirði á Ströndum. Rétt um 20.000 trjágræðlingum var plantað af fjölskyldunni og vinum þeirra. Á næstu árum og jafnvel áratugum verður skógræktinni haldið áfram af miklum krafti þar til 140 hektarar verða orðnir skógi vaxnir.
Þar að auki er í farvatninu samvinna við Landgræðsluna um umfangsmikla uppgræðslu hálendishluta jarðarinnar sem ráðgert er að hefjist næsta vor (2022).
Það er mikil tilhlökkun í stórfjölskyldu Reykjavík Design gagnvart verkefnum framtíðarinnar og heiður að fá að taka þátt í uppgræðslu Íslands sem og spennandi framtíðarverkefnum kolefnisjöfnunar.
Íslensk Hönnun
Við leggjum mikla áherslu á íslenskar hönnunarvörur. Ef þú ert vöruhönnuður og hefur áhuga á samstarfi ekki hika við að hafa samband.
Viðburðarými Reykjavík Design
Ert þú að gefa út bók og vantar stað fyrir útgáfupartý, eða vantar þig rými fyrir listasýningu? Við erum með viðburðarými í verslun okkar sem hentar vel fyrir smærri viðburði.
Við hvetjum einnig vöruhönnuði til að hafa samband við okkur varðandi að halda vörukynningar. Einnig geta innflutningsaðilar haft samand varðandi kynningu á sælkeravörum.