Rivsalt Taste jr.

2.900 kr.

TASTE jr. er fullkomin viðbót við minni gerðina af Rivsalt járninu og kemur matargerðinni á næsta stig. Salt steinarnir í Taste jr. koma sex saman og eru allir frá sínum hverjum heimshlutanum. Hver og einn þeirra hefur sitt eigið einstaka bragð og henta með mismunandi réttum.

 

Ekki til á lager

Ekki til á lager

Flokkar: Merkimiði: ,

Lýsing

Kala namak salt – Indland – svartur

Svartur salt steinn með einstaklega framandi lykt og bragði. Tilvalið til í indverska og aðra asíska matargerð. Min. 97% NaCl.

 

Halit salt – Pakistan – glær

Tær kristall, ákaflega náttúrulegt salt bragð, tilvalið allar tegundir hversdagslegra máltíða. Min 99% NaCl.

 

Persablátt salt – Íran – blár

Telst til einna sjaldgæfustu og fínustu salta á heimsvísu. Fremur hefðbundið bragð til að byrja með en vinnur síðan á bragðlaukana með einstakri silkimjúkri sætu. Sérstaklega gott í sjávarréttina, salötin, franska matargerð og trufflur. Min 85% NaCl.

 

Rósa salt – Bólivía – bleikur

Fagurbleikur kvars steinn, milt og sætt bragð, hentar í kjöt-og grænmetisrétti. Min 98% NaCl.

 

Alpafjalla steinsalt – Austurríki – brúnn

Sérstaklega grípandi rauðbrúnt steinsalt, mjög ákaft bragð, hentar best í rétti með dökku kjöti. Min 87% NaCl.

 

Himalaya salt – Pakistan – ljósbleikur

Bragðmikill steinn með sterku eftirbragði. Tilvalið til að krydda kjöt, fisk og grænmeti. Min 98.63% NaCl.