5% netafsláttur
Virkjast sjálfkrafa
Góð Tilboð
Sjá tilboðsvörur hér
Heimsendingar
Pósturinn & Dropp
Greiðslur
Kreditkort / Netgíró / Aur / Pei / Apple Pay / Aukakrónur

Viðburðir hjá Reykjavík Design

Listasýningar, námskeið, vörukynningar og margt fleira

Í verslun Reykjavík Design við Síðumúla 21 erum við með glæsilegt viðburðarými þar sem við höldum reglulega skemmtilega viðburði. Til dæmis vörukynningar í bland við smakk á sælkeravörum, vínsmakk eða hverskonar fræðslunámskeið.

Við erum með um 50fm rými sem hentar vel fyrir minni viðburði. Sæti eru fyrir sirka 18 – 30 manns, eftir uppröðun. Sjónvarp er á staðnum sem og lítið eldhús.

Skráðu þig á póstlista eða fylgstu með á samfélagsmiðlum, við sendum tímanlega út upplýsingar varðandi komandi viðburði.

Viðburðarými Reykjavík Design við Síðumúla
Viðburðarými Reykjavík Design við Síðumúla

Ert þú að leita að veislusal eða viðburðarými?

Varst þú að gefa út bók og ertu að leita að stað fyrir útgáfupartý? Settu þig þá endilega í samband við okkur: rvkdesign@rvkdesign.is

Listasýningar

Við getum breytt uppsetningu á rýminu þannig að það henti vel fyrir til dæmis málverkasýningar eða aðrar listasýningar. 

Íslensk Hönnun

Við leggjum áherslu á íslenska hönnun, og við bjóðum vöruhönnuðum uppá að halda kynningar á sínum vörum hjá okkur. 

Viðburðarýmið er staðsett inní versluninni
Viðburðarýmið er staðsett inní versluninni

Sælkeravörur

Við bjóðum uppá margvíslegar sælkeravörur í verslun okkar, svo sem black garlic, hágæða te, áfengislausar bubblur, súkkulaði, salt og margt annað. Við höldum reglulega kynningar á þessum vörum, ásamt því að kynna viðeigandi borðbúnað og áhöld. 

Ef þú er innflytjandi á sælkeravörum þá geturu sett þig í samband við okkur varðandi endursölu og vörukynningu í viðburðarýminu.