5% netafsláttur
Virkjast sjálfkrafa
Góð Tilboð
Sjá tilboðsvörur hér
Heimsendingar
Pósturinn & Dropp
Greiðslur
Kreditkort / Netgíró / Aur / Pei / Apple Pay / Aukakrónur

IceQueen vörumerkið er stofnað af Ásdísi Rán stuttu eftir árið 2010 og samanstóð þá af snyrtivörum, undirfötum og fatnaði sem hún hannaði sjálf og var það vel þekkt hér á Íslandi og erlendis í fjölmörg ár.

Ásdís hefur fengist við vöru- og fatahönnun, og auglýsingahönnun frá unga aldri og hefur alltaf haft mikla ástríðu fyrir listrænni sköpun og hönnun. Í frítíma sínum hefur hún haft unun af því að mála og kynnir því með stolti sína fyrstu handgerðu hönnunarlínu sem samanstendur af þremur málverkalínum: “Be bold”, “Texture”, og “Unique”.

Hún tengir sína listsköpun við vellíðan, hugleiðslu og andlega heilsu, og leyfir huganum að reika við sköpun hvers verks með einstökum formum og litavali í hvert sinn. Myndirnar frá IceQueen eru eins mismunandi og þær eru margar og spegla þannig mismunandi smekk listunnenda.

Filter