5% netafsláttur
Virkjast sjálfkrafa
Góð Tilboð
Sjá tilboðsvörur hér
Heimsendingar
Pósturinn & Dropp
Greiðslur
Kreditkort / Netgíró / Aur / Pei / Apple Pay / Aukakrónur

IceQueen – Ásdís Rán

IceQueen vörumerkið er stofnað af Ásdísi Rán stuttu eftir árið 2010 og samanstóð þá af snyrtivörum, undirfötum og fatnaði sem hún hannaði sjálf og var það vel þekkt hér á Íslandi og erlendis í fjölmörg ár.

Ásdís hefur fengist við vöru- og fatahönnun, og auglýsingahönnun frá unga aldri og hefur alltaf haft mikla ástríðu fyrir listrænni sköpun og hönnun. Í frítíma sínum hefur hún haft unun af því að mála og kynnir því með stolti sína fyrstu handgerðu hönnunarlínu sem samanstendur af þremur málverkalínum: “Be bold”, “Texture”, og “Unique”.

Hún tengir sína listsköpun við vellíðan, hugleiðslu og andlega heilsu, og leyfir huganum að reika við sköpun hvers verks með einstökum formum og litavali í hvert sinn. Myndirnar frá IceQueen eru eins mismunandi og þær eru margar og spegla þannig mismunandi smekk listunnenda.

Filter