5% netafsláttur
Virkjast sjálfkrafa
Góð Tilboð
Sjá tilboðsvörur hér
Heimsendingar
Pósturinn / Dropp / Sending.is
Greiðslur
Kreditkort / Netgíró / Aur / Pei / Apple Pay / Aukakrónur

Karamelleriet – Einstakar danskar karamellur

Handgerðar karamellur frá Danmörku síðan 2006. Hægeldun í koparpotti yfir opnum eldi er sérmerki Karamelleriet, sem gefur hið einstaka bragð.

Karamelleriet í Kaupmannahöfn er fyrsta fyrirtæki sinnar tegundar í Danmörku. Vinkonurnar Tine og Charlotte frá Bornholm áttu sér þann draum að framleiða og selja handgerðar gæðakaramellur. Árið 2006 rættist draumur þeirra eftir eitt og hálft ár af tilraunum í eldhúsinu heima þar sem fullkomnunar var leitað í upplifun, bragði, áferð, aðferðafræði og tækjabúnaði.

Hæfileg blanda af fortíðarþrá og löngun til að skapa og setja ný viðmið í karamellugerð var helsti drifkrafturinn. Ævintýri Tine og Charlotte var hafið og við hin fáum að njóta. Verði ykkur að góðu.