Virkjast sjálfkrafa
Sjá tilboðsvörur hér
Pósturinn & Dropp
Kreditkort / Netgíró / Aur / Pei / Apple Pay / Aukakrónur
LinenMe er fjölskyldufyrirtæki sem stofnað var af litháenska innanhúshönnuðinum Ingu Lukauskiene. Hún hefur alla tíð haft mikinn áhuga af textíl og höri. Hörið gekk í erfðir í fjölskyldunni og að hennar mati jafnast ekkert efni á við hörið. Styrkurinn, áferðin og endingin er engu öðru líkt. En hörið eldist einnig vel, hvernig það mýkist og verður fallegra með árunum.
Núna er hör orðið eftirsótt efni í servíettur og annan heimilistextíl. Þar á meðal vegna fegurðar og gæða efnissins. LinenMe notar einungis hör úr sjálfbærri ræktun frá Litháen. Hör er eitt og sér afar umhverfisvænt efni þar sem það gengur á færri auðlindir og er niðurbrjótanlegt í náttúrunni. En LinenMe passar einnig að ganga sem best um umhverfið og eru því allar vörurnar framleiddar eftir pöntunum til að halda sóun í lágmarki.
LinenMe leggur áherslu á vandaðar vörur, framleiddar með alúð úr gæðamestu efnum fáanlegum. Hver einasta vara er skoðuð vel og vandlega af framleiðendunum áður en hún eru sendar á áfangastað. Heimilið er þinn griðarstaður þar sem þú slappar af og nýtur þín. LinenMe vill að það sé ennþá notalegra.