5% netafsláttur
Virkjast sjálfkrafa
Góð Tilboð
Sjá tilboðsvörur hér
Heimsendingar
Pósturinn & Dropp
Greiðslur
Kreditkort / Netgíró / Aur / Pei / Apple Pay / Aukakrónur

Kristalglas: 200ml

Handblásinn blýlaus kristall

7.990kr.

Bleik kristalglös eru svo sannarlega íkonísk í dag. Hágæða og vandað kristalglas úr Pink línunni frá tékkneska fyrirtækinu Rückl. Hvert og eitt glas er handblásið og handskorið af útskurðar- og glerlistamönnum.

Pink vörulínan eftir hönnuðinn Rony Plesl er minimalísk en á sama tíma auðþekkjanleg hönnun sem hefur notið mikilla vinsælda um allan heim.

Efni: blýlaus kristall
200ml

5% afsláttur virkjast sjálfkrafa þegar varan er sett í körfu (nema varan sé með hærri afslátt).
Bæta á óskalistann
Vörunúmer: RU04 Flokkar: , ,
Vörumerki: Rückl

Lýsing

Glerverksmiðja Rückl fjölskyldunnar var stofnuð árið 1866 í Tékklandi og þá bættist eigin hönnun og framleiðsla við þekkingu og reynslu fyrri kynslóða á aðferðum og þróun glerbræðslu.

Hönnuðurinn Rony Plesl kom fram með Pink vörulínuna sem felur í sér hágæða handunnin kristalglös í fallegum bleikum lit með handskornu mynstri. Pink vörulínan er í anda naumhyggju (minimalisma) sem hefur notið mikilla vinsælda um heim allan.

Tugir útskurðar- og glerlistamanna koma að framleiðslu vasanna í glerverksmiðju Rückl. Framleiðsluferlið felur m.a. í sér að hvert og eitt verk er handblásið í viðarform og síðan handskorið.

Hér má finna upplýsingablað um Rückl á PDF sniði.

Þér gæti einnig líkað við…