Skál miðstærð: Hvít
Handunninn náttúrulegur steinn
7.990kr.
Hvít skál í miðstærð frá Stonemade. Skálin er handunnin úr náttúrulegum marmara og gróflega slípuð. Efniviðurinn er sóttur til nágrennis Himalaya fjallanna og er unnin af fagmönnum á svæðinu.
Æðar og smærri ófullkomleiki steinsins er hluti af eðli og sögu efnisins, eins konar fullkomnun ófullkomleikans. Þetta gefur vörunum hrátt yfirbragð og undirstrikar duttlunga í hönnun efniviðarins af náttúrunnar hendi.
Stærð: 15x15x5cm
Þyngd: 600g
Description
Stonemade var stofnað af hinni austurrísku Katharina Mörz-Heissenberger. Katharina hannar og framleiðir diska og skálar úr marmara og kalksteini. Þar sem Stonemade er unnið úr náttúrulegum efnivið var ákveðið að notast ekki við neins konar efnafræðilegt ferli við framleiðsluna. Vörurnar hafa því aldrei verið glerjaðar, líkt og við þekkjum með leir og postulín, eða efniviðnum lokað á neinn hátt.
Meðhöndlun
- Stonemade vörurnar þola uppþvottavélar
- Framleiðendur mæla frekar með handþvotti í heitu vatni þar sem efniviðurinn er misharður og gæti verið viðkvæmur fyrir miklum ágangi uppþvottavéla til lengri tíma.
- Engin þörf er á sápu eða öðrum hreinsiefnum.
- Af og til er gott að bera nokkra dropa af ólífuolíu á vörurnar og leyfa olíunni að síast inn í efniviðinn. Á þann hátt skapast gljái sem ljær vörunum mýkri áferð og tryggir að vörurnar verða fallegri með hverri notkun.
- Með daglegri notkun vörunnar myndast með tímanum skán á yfirborð hennar og virkar sem varanleg vörn gegn óhreinindum.
You may also like…
-
- Stonemade
- Skál miðstærð: Grá
- 7.990kr.
- Add to basket
-
- Stonemade
- Stór diskur: Grár
- 9.490kr.
- Add to basket