Asteria Move: Þráðlaus borðlampi
Hágæða þráðlaus borðlampi. Tímalaus hönnun.
39.990kr.
Asteria Move lampinn frá dönsku fagurkerunum hjá Umage er hannaður af Søren Ravn Christensen.
Lampinn er laus við allar snúrur. Það að lampinn sé þráðlaus hefur marga kosti. Hann er hægt að færa umstangslaust þangað sem þörf er á birtu. Einnig dregur hönnun lampans að sér allan fókus þegar engin snúra er föst við hann sem truflar augað. Hönnun lampans leggur áherslu fágað og tímalaust útlit.
Lampinn er með innbyggðum, sérsniðnum LED panel með mjúkum birtudreifi sem tryggir jafna lýsingu sem sker ekki í augun. Slétt, einföld hönnunin býður upp á fágað, stílhreint útlit, sem gerir lampann að tímalausum grip sem þú munt eiga og halda upp á um ókomin ár.
Asteria Move er með þremur birtustillingum sem einfalt er að stilla á með því að þrýsta á takkann á botnplötu lampans. Ending rafhlöðunnar að hverju sinni er allt að 35 klukkustundir en einfalt er að hlaða hann með meðfylgjandi USB-c hleðslusnúrunni.
Description
Stærð:
Lengd: 20 cm
Breidd: 20 cm
Hæð: 30,6 cm
Þyngd: 1.1 kg
Birtustillingar:
Birtustig 1: 3000 k – 5 lm
Birtustig 2: 3000 k – 22 lm
Birtustig 3: 3000k – 60 lm
Ending hleðslu:
Birtustig 1: 35 klst
Birtustig 2: 15 klst
Birtustig 3: 6 klst
Efni:
Ál, stál og PMMA
Lampinn er í 10 ára ábyrgð skyldi hönnunargalli vera til staðar.
USB-c hleðslusnúra og kló fylgir með.
Samsetning lampans er afar einföld og tekur um 5 mínútur.