5% netafsláttur
Virkjast sjálfkrafa
Góð Tilboð
Sjá tilboðsvörur hér
Heimsendingar
Pósturinn & Dropp
Greiðslur
Kreditkort / Netgíró / Aur / Pei / Apple Pay / Aukakrónur

Blundukona

Mál á ramma: 53 x 43 cm

25.000kr.

Prent af olíumálverkinu “Blundukona” eftir Hrafnhildi Gísladóttur, málara. Myndin kemur í ramma.

Hrafnhildur stundaði nám í myndlist í Myndlista- og handíðaskóla Íslands í ár og tók nokkur námskeið í Myndlistaskóla Reykjavíkur sem og áfanga í myndlist 1978-1979 í Flensborg. Einnig hefur hún sótt málaranámskeið hjá mörgum listamönnum s.s. Þuríði Sigurðardóttir, Þorgrím Andra, Soffíu Sæmundsdóttir og fleirum, sem og námskeið á netinu.

Hrafnhildur er búin að stunda málaralist í u.þ.b. 11 ár, einnig má segja að hún hafi lært töluvert af föður sínum, listmálaranum Gísla Sigurðssyni. Hrafnhildur segist hafa alist upp við list frá blautu barnsbeini og það má því segja að hún sé sjálfmenntuð í málaralistinni. Hrafnhildur er félagi í Grósku, félagi myndlistarmanna í Garðabæ.
Hrafnhildur hefur haldið 11 einkasýningar og verið með á 15 samsýningum.

5% afsláttur virkjast sjálfkrafa þegar varan er sett í körfu (nema varan sé með hærri afslátt).
Bæta á óskalistann