Um XLBOOM

Hönnunarvörurnar frá XLBoom hafa hver um sig sögu að segja. Merkið sameinar á einstakan hátt vandaða hönnun, gæði og framúrskarandi handverk. Markmið fyrirtækisins er að vörur þess vekji ánægju og vellíðan í nærumhverfinu.

Hver hlutur er handunninn frá grunni og því einstakur. Í hönnunar- og framleiðsluferlinu er mikil áhersla á að velja bestu mögulegu hráefni, gott vinnuumhverfi og vandaðan frágang vörunnar.

Framleiðsla XLBoom fer fram á handverkstæðum í Evrópu með það að markmiði að stuðla að sjáfbærri framleiðslu og notkun.

Metro línan

Vínrekkar

Blómapottar